Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn

Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn. Friðrik III Danakonungur lagði grunn að stofnun þess um 1648 með einkabókasafni sínu, sem innihélt m.a. íslensk handrit. Litlu síðar bættust við bækur úr fjórum öðrum einkasöfnum og mynda þessi söfn kjarna Konunglega bókasafnins. Núverandi bókasafn var byggt undir lok 18. aldar en nýbyggingin hægra megin á myndinni, sem gengur undir nafninu Svarti demanturinn, var reist árið 1999.

Árið 1989 voru Konunglega bókasafnið og bókasafn Kaupmannahafnarháskóla (frá 1482) sameinuð og Danmarks Natur- og Lægevidenskabelige Bibliotek aukið við árið 2005. Frá upphafi árs 2006 heitir safnið því Det Kongelige Bibliotek, Danmarks Nationalbibliotek og Københavns Universitetsbibliotek.

Ljósmyndari: Davíð Kristinsson.

..