Ísak og Jakob
Ein af sjö heilsíðuskreytingum Stjórnar AM 227 fol. (38r) sem hefur að geyma þýðingar á hluta gamla testamenntisins.
Bókin, sem er frá miðri 14. öld, þykir geyma fegurstu handritalýsingar íslenskar frá miðöldum og er stíllinn hágotneskur.
Skreytingin er gerð af listfengi, fínlega dregin og lituð eins og sést er ef rýnt er í myndina, sérstaklega lauf og legginn
sem liggur niður innri spássíuna. Handritið er talið eiga rætur að rekja til Þingeyrarklausturs ásamt elstu myndum
Teiknibókarinnar og íslenskum Pater Noster saltara. Myndin sýnir Ísak blessa Jakob son sinn sem hann telur reyndar vera
Esaú frumburð sinn. Rebekka kona hans stendur á grein á spássíunni fyrir neðan og fórnar höndum.