Háskólabókasafnið

Múrsteinshúsið á myndinni er gamla háskólabókasafnið við Fiolstræde sem reist var eftir brunann 1728. Áfast því er háskólabyggingin frá 1836. Handritasafn Árna Magnússonar var flutt í húsnæði háskólabókasafnsins úr Þrenningarkirkjunni 1861 og var þar í tæp hundrað ár, á tímabilinu 1861-1957. Margir þekktir menn, s.s. Jón Sigurðsson forseti, Finnur Jónsson, fræðimaður og prófessor, og Jón Helgason fræðimaður, skáld og forstöðumaður Árnasafns (frá 1927-72) eyddu þar mörgum stundum innan um fornar bækur í safninu.