Fíll í Physiologus

Fíll

Fræði: Ari fróði skráði sín spaklegu fræði á 12. öld en auk þess þýddu og skráðu Íslendingar snemma sagnfræði, málfræði, stjörnufræði, tímatalsfræði og dýrafræði á eigin tungu. Þessi fíll er í alfræðibókinni Physiologus AM 673a I 4to frá því um 1200, náttúrufræðiriti sem samið var í Alexandríu á fyrstu öldum eftir Krist. Það fjallar einkum um furðulega eiginleika ýmissa dýra, raunverulegra eða úr heimi þjóðsagna, táknræna og siðferðilega merkingu þeirra. Ritið barst víða og var þýtt á fjölmargar þjóðtungur. Það var snemma þýtt á íslensku og er til í tveimur handritsbrotum frá því um 1200 sem geyma tvennar mismunandi þýðingar þess.