Forsíða Brevis Commentarius de Islandia

Yfirskrift Arngríms lærða fyrir riti sínu er ekki stuttorð en mjög í takt við tímann. Þar stendur: BREVIS COMMENTARIVS DE ISLANDIA: QVO SCRIPTORVM DE HAC INSVLA ERRORES DETEguntur, & extraneorum quorundam conviciis, ac calumniis, quibus Islandis liberius insultare solent, occurritur. Veritas temoporis filia: Lupus mendacio tempus. Cicero: Opinionum commenta delet dies, naturæ judicia confirmat. Myndin er af baekur.is og birtmeð leyfi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Á íslensku útleggst textinn á þessa leið: Stutt greinargerð um Ísland þar sem flett er ofan af missögnum höfunda um eyland þetta og snúist gegn svívirðingum og álygum sem sumir útlendingar eru vanir að hafa í hámælum – Íslendingum til armæðu. Arngrímur Jónsson Íslendingur ritaði. Sannleikurinn er afspringur tímans; tíminn er lyginni úlfur. Tíminn hnekkir staðlausum stöfum en staðfestir dóma náttúrunnar (Cicero).

Heimild: Arngrímur Jónsson (1568-1648). 2008. Brevis commentarius de Islandia: stutt greinargerð um Ísland, bls. 55. Einar Sigmarsson annaðist útgáfuna. Reykjavík, Sögufélag.