Hæðir fylltar bókum í safni konungsins
Skyggnst inn í einn af bókasölum Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn sem er á nokkrum hæðum. Þar eru enn geymd íslensk handrit sem Friðrik III Danakonungur fékk að gjöf frá Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi á 17. öld, þar á meðal Morkinskinna GKS 1009 fol, konungasagnahandrit frá um 1275. Í kjölfar handritamálsins var alls 141 handriti úr konungsbókhlöðu skilað til Íslands.
Ljósmyndari Davíð Kristinsson.