Niðurdýfingarskírn

barnsskírn

Þegar kristni var lögtekin á Íslandi voru landsmenn á öllum aldri skírðir en síðan var lögð áhersla á skírn ungbarna til að þau fengju sem fyrst
inngöngu í kristið samfélag. Niðurdýfingaskírn tíðkaðist fram til siðaskipta og var börnum þá dýft þrívegis í skírnarfont sem þurfti að vera nógu
stór til að það væri hægt.

Skreyttur upphafsstafur sem sýnir barnsskírn úr Jónsbókarhandrit,GKS 3269 a 4to, frá 14. öld.

Heimild: Árni Björnsson. 1996. Merkisdagar á mannsævinni. Bls 112-116. Reykjavík, Mál og menning.