Mjölsigti úr opnu Physiologusar
Hin hliðin á sama blaðinu úr Physiologus AM 673 a I 4to. Vinstra megin á síðunni eru myndir af ýmis konar þjóðflokkum sem t.a.m.
er lýst í handritinu Hauksbók AM 371 4to frá fyrri hluta 14. aldar. Hinum megin eru tveir textar sem greina frá tveimur fuglategundum
en þar stendur með nútímastafsetningu:Fönix markar drottin vorn í eðli sínu því er hann brennir sig og lífgar. Svo tók Jesús Kristur sjálfráði písl á líkama sinn og reis upp á
þriðja degi og fékk öllu fullsælu. Því kemur Fönix með ári þá er hann deyr sig og lífgar.Foglar þeir er fjaðrar reyta af frændum sínum og brenna þær til þess að bera ösku á augu þeim, til þess að þá séu þeir skyggnri og
að öðru fróvari, en þeir jarteina í því þá menn er vilja duga frændum sínum af erfiði sínu svo sem mega í heimi hér.