Mjölsigti úr opnu Physiologusar
Opna úr Physiologus AM 673 a I 4to á skinnblaði sem gerð hafa verið göt á til að nýta sem mjölsigti. Hægra megin á opnunni
má sjá margvíslegar myndir sem taldar eru passa ágætlega við texta úr Hauksbók AM 371 4to frá fyrri hluta 14. aldar þar sem
fjallað er um eiginleika og einkenni framandi þjóða. Á vinstri síðunni eru þrír textabútar sem hljóma svo með nútímastafsetningu:Sírena jarteiknir í fegurð raddar sinnar sæti krása þeirra er menn hafa til sælu í heimi hér og gá þess eins og sofna svo frá góðum
verkum. En dýrið tekur menn og fyrirfer þeim þá er þeir sofna af fagri röddu. Svo farast margir af sællífi sínu ef það eitt vilja gera í heimi hér.Akur sá er í Babýlon, þá er hann frævist þá leggjast í akurinn flugur þær er kallast af alþýðu kleggjar. Þær eta úr frækornið og
spilla svo ávextinum. En þær marka villumenn þá er láta sem rétt kenni en það er þó rangt og þarf við þeim að sjá. (kleggi=hestafluga)Honocentaurus heitir dýr það er vér köllum finngálkan. Það er maður fram en dýr aftur og markar það óeinaðarmenn í vexti sínum.
Það kallast að bókmáli rangt og dýrum glíkt ef maður mælir eftir þeim sem þá er hjá, þótt sá mæli rangt. Réttorður skal góður
of alla hluti ávallt, hvort sem er auðigri eða snauður.