Opna úr Gísla sögu Súrssonar
Þessi opna úr Gísla sögu Súrssonar AM 445 c I 4to er elsta varðveitta handritsbrot sögunnar
frá um eða eftir 1400. Það hefur varðveist vegna þess að það var notað sem bókarkápa utan
um aðra bók. Eins og sjá má hefur örkin verið skorin til svo hún passaði utan um þá bók en við
það hefur hluti textans verið skorinn af. Stök blöð sem þetta geta samt sem áður verið mikilvægar
heimildir því þar getur t.d staðið eitthvað sem ekki kemur fyrir í öðrum handritum eða gerðum
sögunnar. Sem betur fer hefur sagan varðveist betur í öðru handritum.