Fræðiritið Physiologus
Þessi fíll er í Physiologus AM 673a II 4to frá því um 1200, náttúrufræðiriti sem samið var í Alexandríu á
fyrstu öldum eftir Krist. Það fjallar einkum um furðulega eiginleika ýmissa dýra, raunverulegra eða úr heimi
þjóðsagna. Ritið var mjög snemma þýtt á íslensku og er til í handritsbrotum úr tveimur bókum frá því um 1200.