Landnáma
Ættartölur eru raktar í Landnámu en koma fyrir í mörgum Íslendinga sögum. Það bendir til þess að töluverður fróðleikur hafi verið til
í landinu um ættir manna frá því fyrir landnám þó hann hafi ekki varðveist í sérstökum ættarskrám. Myndin er af elstu varðveittu
Landnámu í Hauksbók AM 371 4to frá fyrri hluta 14. aldar.