Fyrirmynd að myndstaf
Á Hirðir bjargar lambi úr gini ljónsins á síðu Teiknibókarinnar AM 673a III 4to. Greinilega má sjá hvernig stungin hafa verið göt í
skinnið umhverfis myndina til að marka fyrir útlínum hennar, sem svo mátti nýta sem grunn í nýja mynd. Þetta hefur líklega verið
fyrirmynd af myndstaf, sennilega stafnum d. Þetta er hluti úr blaði en á því eru fleiri teikningar.