María og barnið
Úr Teiknibókinni AM 673a III 4to. Tveir englar styðja við hringlaga myndflöt sem hvílir á tré. Í miðju hringsins situr María mey með
Jesúbarnið, umlukin lilju, tákni hreinleikans. Umhverfis hringmyndina er að hluta búið að fylla með flúri en e.t.v. hefur þótt óþarfi að
ljúka því verki þar sem um fyrirmynd er að ræða. Verið getur að þessi mynd hafi verið teiknuð fyrir silfursmiði til að fara eftir er þeir
smíðuðu skrín til að geyma helga dóma. Efst á blaðinu eltir úlfur hreindýr en hinum megin má sjá bogmann og ör hans stefna að dýrinu.