Ýmsar teikningar á síðum Teiknibókarinnar
Á vinstri síðu eru nokkrar myndir á víð og dreif en opnan er dæmigerð fyrir Teiknibókina AM 673a III 4to sem fyrirmyndabók.
Efst sitja menn að sumbli og drekka úr hornum en djöfullinn hefur komið sér fyrir í félagsskap þeirra. Fyrir neðan er, í hringlaga umgjörð
með skrauti upp af, sambland af manni og ljóni sem leikur sér að sverðum og gæti verið fyrirmynd að myndastaf, e.t.v. d-i eða o-i. Neðst
á síðunni getur að líta mann á harðastökki. Greina má tvær hundlíkar skepnur fyrir ofan knapann.
Á hægri síðunni má sjá Krist fyrir miðju sem hjálpræði heimsins. Umhverfis hann eru tákn guðspjallamannanna fjögurra; naut, ljón, örn
og (engill)?. Kristur er með geislabaug og situr með veröldina að fótum sér. Fyrir neðan eru fimmta og sjötta mynd sköpunarsögunnar,
á þeirri fyrri skapar Guð dýrin en fyrir ofan stendur: „Hér öll ferfætt dýr“. Á síðari myndinni skapar hann mannskepnuna, Adam og Evu en
fyrir ofan stendur: „Hér er skapaður Adam og Eva“. Á myndinni sést hversu illa farið og morkið bókfellið er víða í Teiknibókinni.