Samson og ljónið

Þessi mynd er ekki meðal þeirra sem teljast elstar úr Teiknibókinni AM 673a III 4to en hún sýnir kappann Samson berjast við ljón.
Styrkur Samsonar fólst í því að hann skar hvorki hár sitt né skegg eins og ráða má af myndinni. Hún er önnur tveggja mynda
Teiknibókarinnar sem lituð hefur verið af síðari tíma mönnum.