Myndstafur í gotneskum stíl úr Svalbarðsbók
Myndin er úr lögbókarhandritinu Svalbarðsbók AM 343 fol., sem er ríkulega myndskreytt upphafs- og myndstöfum í gotneskum stíl.
Klæðafellingar, sveigð líkamsform og nostur við smáatriði voru meðal einkenna hans. Á myndinni má sjá konung rétta ungum manni lögbók.
Neðst í myndstafnum má sjá merki síðari tíma viðgerðar þar sem skinnið hefur verið morknað í sundur.