Ókláraður upphafsstafur í Stjórn AM 227 fol.

Listamanninum hefur ekki gefist ráðrúm til að klára skreytinguna á þessum upphafsstaf í Stjórn AM 227 fol. Hann hefur teiknað
úlínur stafsins, flúr og kynjaskepnur í hann en ekki málað allt með litum eins og víða annars staðar í handritinu. Hins vegar er hann
byrjaður að skerpa útlínur með vínrauðum lit eins og sést á kynjaskepnunum, fuglunum þremur og laufgreininni undir neðsta fuglinum.