Innsigli Þingeyrarklausturs
Myndin er af teikningu sem Árni Magnússon lét gera af innsigli Þingeyrarklausturs og finnst í handritinu AM 217 8vo, ásamt fleiri teikningum af sama toga og athugasemdum Árna um innsiglin. Þingeyrarklaustur var fyrsta klaustrið á Íslandi, stofnað árið 1133. Þar virðist hafa verið umfangsmikil bókagerð og nafnfrægir munkar þaðan nefndir sem höfundar konungasagna á borð við Sverris sögu Sigurðarsonar og Ólafs sögu Tryggvasonar sem og sögu Jóns biskups Ögmundarsonar. Innsigli klaustursins hefur verið notað við skjalagerð og bréfaskriftir, til staðfestingar líkt og stimpill eða undirskrift.
Mynd úr Sigilla Islandica I ÁM 217, 8vo. 1965: 165. Magnús Már Lárusson og Jónas Kristjánsson sáu um útgáfuna.