Menn með fornbréf
Með gildistöku lagasafnsins Jónsbókar árið 1281 voru sett ákvæði um að alla lagagerninga, s.s. afsöl eigna, ætti að skrá og
staðfesta, ýmist með innsigli eða undirskrift, jafnvel hvoru tveggja. Af því leiðir að töluvert hefur varðveist af slíkum skjölum sem
nefnast fornbréf nú til dags og má sjá að mennirnir á myndinni eru flestir með skinnbréf með áfestum innsiglum. Maðurinn sem
stendur og virðist tala til hinna heldur einmitt á bréfi með fjórum innsiglum. Ef til vill er ástæða þess hve mörg fornbréf hafa varðveist
fram á okkar daga sú að þau staðfestu eignarhald fólks á jörðum.