Skarðsbók postulasagna
Á milli dálka í Skarðsbók postulasagna SÁM 1 frá 14. öld, leynist gagnrýninn lesandi. Bókin var fyrsta handritið sem stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi eignaðist sem ekki kom úr safni Árna sjálfs eða úr Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Því ber hún
safnmarkið SÁM sem einkennir önnur handrit sem Stofnun Árna Magnússonar hefur áskotnast á síðustu árum. Bókin hafði borist
til Englands og var seld þar á uppboði á 7. áratug síðustu aldar og keyptu íslensku bankarnir hana og gáfu þjóðinni.