Konungsbók Grágásar, GKS 1157 fol. frá því um 1250

KG

Konungsbók Grágásar, GKS 1157 fol. frá því um 1250, er ein til frásagnar um stjórnskipun þjóðveldisins. Í þingskapaþætti hennar eru lýsingar
á fjölda goðorða, þinga og dóma, en heimildagildi hennar er langt í frá óumdeilt. Í öðrum ritheimildum frá svipuðum tíma, s.s. Sturlungu, eru
lýsingar á fyrirkomulagi við þinghald og dóma t.d. með öðru sniði.