Pennaskurður
Myndir úr bókinni Story of Writing eftir Donald Jackson

1. Þegar lokið er við að stytta fjöðurstafinn eru fjaðrirnar slitnar af, annars myndu þær hvíla óþægilega á hnúa vísifingurs.
2. Fyrst á að skera skáhallt af fjaðraoddinn.
3. Skera skal upp í oddinn og reyna að komast hjá að fjöðrin klofni.
4. Skera næst íhvolft inn að skorunni u.þ.b. hálft þvermál fjaðrarinnar.
5. Skera nú bogadregið fram að oddinum til að fá pennalag á hann.
6. Gera það sama hinum megin við miðlínuna til að fá eins og spegilmynd af lið nr. 5.
7. Ef oddurinn er of íhvolfur að neðan á að sverfa eins lítið af fjöðurstafnum og hægt er.
8. Til að ganga endanlega frá oddinum skal hann lagður á fjöl og þynntur með hnífi, skorið nærri lárétt fram eftir oddinum.