Handritalestur
Stafrétt uppskrift:
Nu ero quislar fleire oc skalat hann banna
fisc förinne einne quisl. nema þar se minni fisc
för en i annari ok eigi hann einn quislina fyrir ofan.
Hverr maðr a reka fyrir lande sino viðar Um reka.
ok sela ok hvala ok fisca nema þar se sölom selt
fra lande eða gefit eða goldit ok þat hver þar sem heimillt
er. Ef viðr kömr afioro mannz hann skal marca þann
viðar marke sino. rétt er at maðr vaðe til ef tré
er sva . . .
Stafréttar uppskriftir eru notaðar í fræðilegar útgáfur af fornum textum sem sýna þá hvernig stafsetningin hefur verið í handritinu. Stundum eru stafir og orð skáletruð ef þau hafa verið leyst upp úr böndum og það þykir gefa enn betri mynd af textanum eins og hann kemur fyrir í handritinu.Nútímastafsetning:
Nú eru kvíslar fleiri og skal eigi hann banna
fisk förinni einni kvísl nema þar sé minni fisk-
för en í annarri og eigi hann einn kvíslina fyrir ofan.
Hver maður á reka fyrir landi sínu, viðar (Um reka)
og sela og hvala og fiska nema þar sé sölum selt
frá landi eða gefið eða goldið og það hver þar sem heimilt
er. Ef viður kemur á fjöru manns skal marka þann
viðarmarki sínu. Rétt er að maður vaði til ef tré
er svo . . .