Orðasafn

afturhvarf eða fyrning - stafsetningarreglur nútímans miðast ekki við framburð nútíma íslensku. Þær eru miðaðar við eldra mál, þegar y stóð fyrir annað hljóð en i og menn sögðu lengi og mega en ekki leingi og meiga. Þetta er viljandi gert til þess að halda betri tengslum milli nútímaíslensku og málsins á handritunum enda er sjaldgæft að tungumál hafi breyst jafnlítið í gegnum aldirnar eins og íslenskan.

andlegur - orðið er notað í tengslum við kirkju og trú.

Árni Magnússon -

band/bönd - ýmis tákn voru notuð reglubundið í skrift til að spara skinn og flýta fyrir skriftum. Bönd standa yfirleitt fyrir sérhljóða ásamt samhljóði, t.d. ar, er, us, ra, og svo var stafurinn z yfirleitt notaður sem og-band. Það er kallað að leysa úr böndum þegar texti er skrifaður upp úr handriti og orð og stafir settir í stað banda og styttinga.

garvesyre – garvesyre eller tannin udvindes af egebark, egetræssaft eller andre planter, og bruges til garvning eller farvning – foruden i blæk og medicin.

bréfaskriftir - embættismenn, s.s. biskupar og sýslumenn, þurftu að láta skrifa alls kyns bréf fyrir sig og höfðu menn í vinnu við það.

djákni - var vígsluheiti innan kaþólsku kirkjunnar.

dýrlingar - í kaþólskum sið eru dýrlingar eins konar milligöngumenn milli guðs og manna. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna og menn heita á þá sér til aðstoðar ef mikið liggur við.

fjöldaframleiðsla – þar sem margir hlutir eru gerðir eftir eina og sama mótinu þannig að þeir verða allir eins.

fornbréf - þegar Jónsbók var gerð að lögbók landsins 1281 voru í henni ákvæði um að alla lagagerninga, s.s. kaup og sölu á jörðum, yrði að staðfesta með bréfum sem fólk setti síðan innsigli sín við. Þessi bréf kallast nú fornbréf.

forrit - er fyrirmyndin, eða handritið, sem verið var að afrita eða skrifa eftir. Frumrit bókar er aftur á móti fyrsta eintakið.

framburður - þ.e. hvernig orð málsins eru borin fram. Nú til dags er stafsetning orða ekki miðuð við framburð en meðan engar stafsetningarreglur giltu skrifaði fólk nær framburði sínum. Þess vegna gefa textar handrita og fornra skjala vísbendingar um hvernig íslenska var töluð á þeim tíma sem þeir voru skrifaðir.

frumrit - er fyrsta gerð bókar (handrits).

gerð – á miðöldum voru textar oft til í fleiri en einni gerð þar sem áherslur gátu farið eftir tilgangi textans og þeim sem hann var ætlaður. Sumir skrifarar breyttu, felldu niður eða bættu við í samræmi við það.

fyrirmyndir - eru safn mynda sem listamenn notuðu við vinnu sína. Á miðöldum var mjög fastmótað kerfi tákna í myndlist sem mikilvægt var að væru rétt, sérstaklega í kirkjulist. Því var gott fyrir listamenn að eiga safn fyrirmynda.

handverk – hlutur unninn í höndunum þannig að engir tveir hlutir verða nákvæmlega eins.

håndværksmæssig kunnen – er dét at kunne et håndværk, fx at forarbejde jern, træ eller sten, at sy o.lign.

hásteflingar - eru lágir hástafir svo sem N, G, R, T og S en þeir voru skrifaðir inn í texta fyrir tvo eins samhljóða, þ.e. nn, gg, rr, tt, og ss.

hårsiden – er den side af skindet, hvor hårene har været, ydersiden. Jf. kødsiden.

heimildir - eru upplýsingar sem hægt er að fá með ýmsu móti. Heimildir um líf til forna er helst að finna í fornminjum, gömlum skjölum og bókum.

kødsiden– er den side af skindet, som har vendt indad, mod kødet. Denne side er ofte grovere, og det er sværere at få den glat nok til at skrive på. Jf. hårsiden.

hómilía - inniheldur útskýringar á textum biblíunnar á móðurmálinu, þar sem fjallað er um hvernig eigi að skilja textann á trúarlegan hátt. Til dæmis má nefna að þar er skýring á því hvers vegna Jesú kallist ljós manna þar sem hann lýsi leið þeirra til réttrar trúar.

Jónsbók – lögbók Íslendinga frá 1281. Enn eru nokkur lagaákvæði Jónsbókar í gildi. Gríðarlega mörg Jónsbókarhandrit eru varðveitt frá miðöldum, það elsta frá lokum 13. aldar, og mörg skemmtilega myndskreytt.

Kirkefader - En kirkelig leder og læremester i kirkens første, formende århundreder kaldes for en kirkefader. Der er omkring 100 kirkefædre i alt, og de skrev enten på latin (Vestkirken) eller på græsk (Østkirken). De fire vigtigste kirkefædre i den romersk-katolske kirke er Ambrosius, biskop i Milano (omtr. 340–397), Augstin, biskop i Hippo i Afrika (354–430), han kaldes ofte for kirkens fader, Hieronymus (omtr. 340–420), der oversatte Biblen til latin fra græsk og hebraisk, og Pave Gregorius den Store (omtr. 540–604). Isidor fra Sevilla (omtr. 560–636) regnes almindeligvis for den sidste af de latinske kirkefædre; hans vigtigste værk er det encyklopædiske værk, Etymologiae (det kaldes også Originies). Lige efter årtusindeskiftet 2000 udnævnte Vatikanet i Rom Isidor til særlig skytshelgen for computere og computerteknologi, og dermed også for datamatikere, computerbrugere, internettet, skolebørn og stundenter, der så kan hædre deres helgen på hans dødsdag d. 4. april.

Introduction to Medieval Europe 300–1550, s. 50–51.
Sigurður Ægisson. “Hverjir eru kirkjufeður?”. Vísindavefurinn 11.12.2007.
http://visindavefur.is/?id=6953 
http://www.catholic.org/saints/saint.php?saint_id=58
http://www.catholica.is/fath.html
http://saints.sqpn.com/saint-isidore-of-seville/

kirkesteder: kirkesteder var jorder, som høvdingene ejede og hvorpå de havde bygget kirker og siden skænket kirken delvist eller fuldstændig, men som de stadig boede på. De havde myndighed over kirken og fik deres del af tienden.

kulstofsblæk (eller sodblæk) – i oldtiden producerede kineserne, ægypterne og romerne blæk, som indeholdt sod samt et flydende bindemiddel, som de brugte til at skrive på papyrus eller papir med. Det egnede sig kun dårligt til at skrive på skind, og det var nemt at udviske med vand.

landnámsmenn - landnámsmenn voru að stærstum hluta heiðnir, þeir voru ekki bóklærðir en báru samt með sér heilmikinn fróðleik sem þeir varðveittu í minni. Þannig kunnu þeir siði, reglur og lög sem þeir fóru eftir, aðferðir við húsagerð, búskap, smíðar, matargerð og allt annað sem nauðsynlegt var til að lifa af. Jafnframt kunnu þeir sögur og kvæði, aðferðir við útskurð, útsaum og gerð skrautmuna, sem þeir notuðu sér til skemmtunar og til að fegra umhverfi sitt. Fróðleikurinn barst mann fram af manni, einn kenndi öðrum við dagleg störf en formlegt skólahald þekktist ekki.

latína - var sameiginlegt tungumál kaþólskra um allan heim. Messur fóru að stórum hluta fram á latínu og hún varð einnig sameiginlegt ritmál fræðimanna á miðöldum. Latína gekk líka undir heitinu bókmál hér á landi.

leikmenn - eru menn sem ekki voru í þjónustu kirkjunnar. Orðið er notað til aðgreiningar frá prestum og öðrum kirkjunnar þjónum.

límingarstafur - til að flýta skriftum og spara skinn voru stafir stundum látnir renna saman eins og íslenskt æ sem er límingarstafur úr a og e. Algengast var að límingarstafir væru a og annar stafur, til eru an, af, og ar límingar svo eitthvað sé nefnt.

lýsa - orðið er notað um það þegar handrit eru myndskreytt. Erlendis voru handrit oft skreytt gulli sem lýsti af síðunum eins og orðið illuminere gefur til kynna en það er t.d. notað um að lýsa handrit.

lýsing - er myndskreyting í handriti. Þar sem ríkidæmi var nægilegt var gull oft notað í skreytingarnar og þá ljómuðu þær á síðum handritsins, enda er orð á borð við illumination notað um handritalýsingar í öðrum tungumálum.

máldagi - fólk gaf kirkjum ýmsa muni og arfleiddi þær jafnvel af einstökum hlutum eins og bókum til að eiga von um betra líf eftir dauðann. Munirnir voru skráðir sem eignir kirkjunnar og kallaðist skráin máldagi sem einnig gat geymt skrá um eignir jarðar en máldagabók nefnist safn af skrám yfir eignir kirkna.

málhljóð - tungumál veraldar innihalda margs konar hljóð sem eru mismunandi eftir hverju máli. Nærtækt er að benda á muninn á r-hljóði í dönsku, frönsku og íslensku. Þetta veldur því að ef við lærum tungumál eftir u.þ.b. 10 ára aldur getur verið erfitt að ná tökum á öllum hljóðum erlenda málsins og þess vegna tölum við með hreimi. Þrátt fyrir að mörg tungumál noti latneska stafrófið hljómar það mismunandi eftir tungumálum. Auk þess hefur oftast þurft að bæta við sérstökum stöfum til að tákna þau hljóð málsins sem ekki falla undir stafrófið eins og t.d. sérhljóðin: á, é, í, ú, samhljóðin: þ, ð og tvíhljóðin: ei, ey, au.

munkar - munkur er maður sem hefur gengið í klaustur og nunna er kona sem hefur gert hið sama. Í því felst að lofa að eignast ekki maka, vera hlýðinn og fátækur, dveljast í klaustrinu og helga líf sitt guði.

nasalstrik - lárétt strik sem dregið var yfir sérhljóð sem stytting eða band og táknaði nefhljóð, n eða m eða nefhljóðssamband, n eða m með fleiri stöfum, dæmi: mönnu, oft notað í lok orða.

nunnur - nunna er kona sem hefur undirgengist klausturreglu og munkur er maður sem hefur gert hið sama. Í því felst að lofa að eignast ekki maka, vera hlýðin og fátæk, dveljast í klaustrinu og helga líf sitt guði.

papyrus – bliver lavet af en plante med samme navn, som fortrinsvis vokser i Ægypten. Papyrus blev lavet af plantens stengel. Den blev skåret i tynde strimler, som blev lagt side ved side, hvorefter andre strimler blev lagt på tværs, indtil bladene (d.v.s. den flade, man skulle skrive på) havde fået en passende størrelse. Bladene blev dernæst slået og presset sammen. Og til sidst blev de enkelte blade limet sammen i enderne med hvedemelslim, således at man tilsidst fik nogle lange stykker, der blev tørret i solen og efterfølgende rullet op i “roller” (som egentlig betyder den papyrusrulle, hvor en skuespiller kunne læse sine replikker) eller ruller. Cederolie blev påført den ene side, og når det var tørt, var fladen klar til at skrive på. Ulempen ved papyrus var, at det var ret porøst, og desuden voksede papyrusplanten kun i Ægypten. Derfor begyndte man hurtigt at lede efter et andet og bedre materiale til at skrive på og til at lave bøger af.

pen – ordet kommer af det latinske ord penna, der betyder fjer.

pergament– ordet bruges om skind, der er blevet tilvirket, således at man kan bruge det ved bogfremstillingen; ordet bruges uden hensyn til, om der er brugt kalve-, fåre eller gedeskind. Ordet kommer af bynavnet Pergamon (nu Bergama i Tyrkiet), eftersom byen blev kendt for udarbejdelsen af skind til bøger i oldtiden.

prestsefni - ungur maður sem var að læra til prests.

ritunartími - sá tími sem handrit er skrifað á.

rithönd - einstaklingsbundin skrift sem oft er skoðuð nákvæmlega til að rannsaka tengsl milli handrita og skrifara í þeim tilgangi að kanna hvort sami skrifari hafi verið að verki oftar en einu sinni.

ruller – før end man fik egentlige bøger, som vi kender dem, blev beskrevede sider limet eller syet sammen i den ene side og rullet op i ruller. Rullerne blev almindeligvis opbevaret i høje, lukkede krukker, når de ikke blev brugt.

forrådnelse (urin og hundeekskrementer) - orðskýringu vantar í þýðingu..

skrifaraskóli - tveir eða fleiri sem skrifa lík stafatákn og beita sama kerfi við bönd og styttingar og greinamerki eru af sama skrifaraskóla. Þeir hafa líklega lært af sama kennara eða við sömu stofnun en geta svo farið í ólíkar áttir og gerst munkar, nunnur, prestar eða bændur.

skrifpúlt - eru vinnuborð með hallandi borði til að skrifa við, oft ætluð til að standa við.

skrifstofur - voru sérstakar vinnustofur skrifara á miðöldum. Þær voru víða til húsa þar sem atvinnuskrifarar voru að störfum, í klaustrum og á stórbýlum en ekki í kotbæjum.

skækill - er sá hluti skinnsins sem hefur verið utan um útlimina á dýrinu.

sorta - er dökkur mýrarjarðvegur með rotnuðum jurtaleifum sem var forðum notaður til litunar á svörtum fatnaði.

melbærris (stedsegrøn; arctostaphylos uva-ursi) – en lyngplante med grønne, spadeformede blade, som bærer røde bær.

spássíugreinar - eru skrifaðar á spássíur blaða, ýmist af skrifaranum sjálfum eða af notendum handritsins síðar meir. Þær eru oft vettvangur fyrir kvartanir sem tengjast líkamlegri vanlíðan skrifara, aðbúnaði þeirra eða lélegum launakjörum. Guðrækilegar hugleiðingar, persónulegar athugasemdir og kvartanir, t.a.m. varðandi nám af bókum eru jafnframt algengar spássíugreinar.

stétt - mismunandi þjóðfélagsstaða eða atvinna fólks hefur um aldir oft verið notuð til að raða því niður í stéttir, t.a.m. aðall, bændur, vinnufólk, verkafólk, menntafólk, bakarar, prentarar o.s.frv. og stjórnað því hvaða tækifæri fólk hefur haft, t.a.m. til menntunar. Á miðöldum hafði fólk mjög mismunandi aðgang að menntun eftir því hvaða stétt það tilheyrði. Alþýðufólk hafði afar fá tækifæri til þess á meðan efnafólk hafði greiðari aðgang að þeirri menntun sem í boði var.

stórbýli - á stórbýlum bjó efnafólk, höfðingjar og auðugir bændur. Þar var oft mikill húsakostur og margt fólk saman komið. Þar voru því e.t.v. betri skilyrði til náms eða sagnaskemmtunar en á smærri búum.

styttingar - ýmis tákn voru notuð reglubundið í skrift til að spara skinn og flýta fyrir skriftum. Styttingar eru yfirleitt stafur með einhvers konar tákni fyrir ofan, t.d. láréttu striki í gegnum leggi háleggjaðra stafa, s.s. h og k fyrir hann og konungur eða fleiri en einn staf, s.s. þverstrik í gegnum hátt s og l sem táknar skal.

garvning – metode til at tilvirke skind til læder, hvortil man bruger materialer, der bevarer skindets holdbarhed og blødgør det og stopper forrådnelsesprocessen.

tekjulind - er eitthvað sem gefur af sér tekjur, annað hvort peninga eða vörur.

Tiende: Skat, pålagt de mere velhavende bønder, der årligt skulle betale en tiendedel af deres egendomme i skat. Det blev vedtaget ved lov 1097 på Island, noget før end i de andre nordiske lande (1104). Tiende skulle deles ligeligt mellem biskoppen, kirken, præsterne og de fattige.

Tingfarende bønder: I fristatstiden var enhver bonde, der ejede en hvis formue forpligtet til at være tingmand for en gode. Goden kunne pålægge hver tiende af sine tingmand at ride med sig til tinge; de, som ikke rejste med skulle betale en erstatning. Termen ‘tingfarende bønder’ henviste således til de rigere bønder.

veraldlegur - orðið er notað um þá menn eða þau verk sem ekki tilheyrðu kirkjunni.

víðir - tré eða runnar, planta af ætt dulfrævinga (Salicaceae).

pimpsten – dannes ved vulkanudbrud. Pimpsten er en porøs stenart, der dog er hård nok til, at den kan bruges til at polere ting med. Undertiden blev pimpsten blandet i sæbe, muligvis til at vakse trægulve med, og såkaldte pimpstenskul belv brugt til at rense indersiden af gryderne.