Altarisbrík frá Möðruvöllum
Altarisbríkin frá Möðruvöllum í Eyjafirði er talin norsk og sú eina frá miðöldum sem varðveitt er á Íslandi.
Aðrar 30 hafa varðveist í Noregi. Þær eru allar í sama stíl og hafa verið í norskum sveitakirkjum. Bríkin er
frá fyrri hluta 14. aldar og er dæmi um nýjung í altaristöflugerð í stærri sóknarkirkjum á þessum tíma.
Heilagur Marteinn frá Tours í Frakklandi situr í biskupsskrúða fyrir miðju á málverkinu en Möðruvallakirkja
var helguð honum. Á hliðarmyndunum eru atriði úr sögu hans. Þjóðminjasafn Íslands (6430), ljósmyndari
Ívar Brynjólfsson. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi safnsins.