Kvöldskemmtanir fyrr og nú
Skiptið bekknum í nokkra hópa og látið hvern hóp velja sér einn skrifara sem festir á blað niðurstöður úr hverjum lið. Í lokin greinir hver hópur frá rökstuddum niðurstöðum og bekkurinn ræðir málin nánar. Kynning getur farið fram á glæru eða í Power point og verið flutt munnlega. Þeir sem treysta sér til gera það án stuðnings við ritað mál.
Aflið upplýsinga um eina af þremur tegundum kvöldskemmtana til forna:
Hafið eftirfarandi í huga við lausn verkefnisins1. Sagnamiðlun
2. Kveðskapur
3. Bóklestur
Hvernig sögur voru sagðar eða lesnar og hvers konar kvæði voru flutt?
Hvert var efni þeirra?
Hver stjórnaði skemmtuninni?
Hvar fór hún fram?
Hverjir voru áheyrendur?
Til kennarans
Nálgunin felst í að hvetja nemendur til umræðna, láta þá afla sér heimilda, vinna úr þeim og kynna niðurstöður sínar.
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima