Rittækni í stað munnlegrar geymdar
Hvað ætli sé langt síðan mannfólkið fann upp þá tækni að skrifa bækur og gat falið bókinni að varðveita fróðleik í stað þess að treysta á minni sitt?
Hvaða kosti hafði það í för með sér að treysta bókum fyrir fróðleik fremur en lifandi fólki? Fylgdu því einhverjir ókostir?
Hvað ætli hafi legið mest á að festa á bók? Hafið í huga að sumir textar þurfa að varðveitast óbrenglaðri en aðrir.
Íslendingar notuðu fyrst karólínskt letur sem líkist því latneska sem við notum nú. Þekkið þið önnur leturtákn?
Ný tækni, ný menntun
Hvaða menntun þurfti fólk að öðlast til að geta nýtt sér eða búið til bækur?
Á hvaða tungumáli var skrifað? Var skrifað á fleira en einu tungumáli? Voru til einhverjar stafsetningarreglur?
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima