Þemaverkefni

Úr minni til margmiðlunar
Bekknum er skipt í hópa. Hver hópur á að afla efnis um miðla og miðlunarleiðir í einhverju af eftirfarandi:

1. Munnmenntasamfélagi

2. Bókmenntasamfélagi

3. Upplýsingasamfélagi

Fjallið einnig um hver „varðveitir“ upplýsingar og hvernig?

Úrvinnsla
Mikilvægt er að einhver kynning sé á niðurstöðu hópanna sem sýnir hvað er líkt og ólíkt með samfélögunum. Hún gæti t.d. falist í umræðum og hópvinnu, vefsíðugerð, veggspjöldum, ritun eða munnlegri frásögn. Samanburðurinn þyrfti að leiða í ljós muninn á hlutverki fólks og tækni í varðveislu og miðlun. Ef kunnátta og aðstæður leyfa gæti hver hópur útbúið stuttmynd um hvert samfélag.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima