Munur milli handrita

Markmið
Að nemendur átti sig á að einn handunninn gripur er aldrei nákvæm eftirlíking annars.

Til kennarans
Uppskriftir fornra texta eru til frá ýmsum tímum og geta þær stundum verið afar ólíkar en jafnvel þó að líkindi séu mikil eru nær engin tvö eintök nákvæmlega eins. Skrifarar gerðu óviljandi eða viljandi breytingar á textanum sem þeir voru að skrifa upp. Algeng mistök voru t.d. að hlaupa yfir línu eða hluta texta í handriti. Oft gerðist það þannig að skrifarinn flutti sig yfir á sama orðið aftar í textanum en til stóð og féll þá textahlutinn þar á milli niður. Mismikil áhersla virðist hafa verið lögð á nákvæma eftirritun textans í forritinu og fór það eftir því hvað var verið að skrifa upp. Lög og biblía þurftu að vera í réttu lagi en minna máli skipti hvernig farið var með texta sagna.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima