Hverr maðr á reka fyrir landi sínu viðar og hvala og sela fiska og fugla og þara
nema þar sé sölum selt frá landi eða gefið eða goldið öðrum manni.
Ljóðstafirnir eru feitletraðir. Hvaða tilgangi þjóna þeir í óbundnum texta? Prófið að lesa textann upphátt og takið eftir hrynjandinni.
2. Setjið sams konar orð eða samheiti í stað feitletraða orðsins í eftirfarandi orðapörum. Orðið þarf að byrja á öðrum staf en fyrra orðið.
fiska - fugla (no.) máva, lunda
sölum - selt (so. selja) afhenda,
gefið - goldið (so. gjalda) borga, rétta
Prófið að lesa textann aftur. Hvað hefur breyst? Er hrynjandin öðru vísi?
3. Hvaða samtengingar er að finna í textanum? Hverjar þeirra eru endurteknar og hvers vegna?
Til kennarans
Svörin ættu að varpa nokkru ljósi á það hvernig minnistækni var notuð til forna til að varðveita texta óbrenglaða. Ákveðin hrynjandi fæst með samtengingunni og sem bindur saman þrjú og þrjú orð í upptalningunni. Benda má nemendum á að lögsögumenn sögðu upp lögin munnlega og varðveittu þau í minni þar til ritmenning hélt innreið sína með kristni og kirkju. Mikilvægt var að lagatexti varðveittist orðréttur eins og dæmið úr Grágás sýnir. Í þessu samhengi má benda nemendum á að orðrétt frásögn hafi ekki skipt jafnmiklu máli þegar sögur voru sagðar.
Bein endursögn
Minnistækni í daglegu lífi
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima