Verkefni
Miðlun
- Hvað er miðill? Á hvaða hátt miðlum við upplýsingum?
- Hvað felst í orðinu fjölmiðlar og hvaða miðlar falla undir þá skilgreiningu?
- Hvað felst í orðinu margmiðill?
- Skrifið niður a.m.k. tvö önnur orð með -miðill sem seinni lið og nefnið dæmi um slíka miðla.
- Hvaða áhrif hafa miðlar á líf okkar og hvernig væri tilveran án þeirra?
- Hvað þyrftum við að þjálfa með okkur til að geta varðveitt og miðlað upplýsingum án allra þeirra miðlunartækja sem við teljum nú nauðsynlegan hluta tilverunnar?
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima