Ritunarverkefni
- Fjölmiðlar
Hvaða fjölmiðla notið þið helst í daglegu lífi? Hvernig notið þið þá, hverra vilduð þið síst vera án og hvers vegna?
- Sambandslaus við umheiminn
Hvernig yrði líf ykkar ef öll fjarskipti, þ.m.t. útvarps- og sjónvarpssendingar, fjarskiptasendingar og netsamskipti, legðust niður í heila viku?
- Dagbókartextar
Skrifið dagbókartexta um nýjungar frá ólíkum tímum
Dagbók frá 1025 - ungmenni lýsir námi sínu í bókagerð.
(Í hverju felst námið og hvað er notað við gerð handritsins?)
Dagbók frá 1575 - prentnemi segir frá menntun sinni.
(Í hverju felst námið og hvað er notað við prentun bókar?)
Dagbók frá 2005 - upplýsingatækninemi bloggar um tölvuna og vefgerð sína.
(Í hverju felst námið og hvað er notað við netmiðlun?)
Til kennarans
Nemendur þurfa að hafa aflað sér nokkurrar þekkingar til að vera færir um að vinna 3. lið verkefnisins. Ef bekkurinn hefur unnið með fræðsluefnið gæti ritunin verið góð leið til að reka endahnútinn á verkið.
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima