Rímur og rapp
Hlustið á geisladiska með rímum (eða tóndæmi af vefnum) og veltið fyrir ykkur skyldleika þeirra við tónlist samtímans.
Hvað eiga rímur og rapp helst sameiginlegt? Nefnið nokkur atriði.
Frá hverju er sagt í rímum, hvert er viðfangefni þeirra? Hvað er fjallað um í rapp-textum?
Til kennarans
Tilvalið er að nota geisladiskana Raddir, Hlýði menn fræði mínu eða Rímur og rapp til að gefa nemendum sýnishorn af kveðskap fyrri alda. Textar efnisins á fyrrnefndu diskunum eru prentaðir í meðfylgjandi bæklingum og sama máli gegnir um hluta textanna á Rímum og rappi. Í bæklingnum sem fylgir Röddum er nokkuð fjallað um tóntegundir og stemmur í rímnakveðskap og kvæðaflutningi þeim sem dæmi eru tekin af á diskinum. Tilvalið er fyrir þá sem þekkingu hafa á tónfræði að bæta þeim þætti við umfjöllunina. Auk þess er unnið með ákveðna tengingu milli rímnahefðarinnar hér á landi og rapptónlistar á diskinum Rímur og rapp. Rapptónlist byggist eins og rímur á hrynjandi í flutningi og endarími, flutningurinn er sem sagt fremur kveðandi en söngur.
Ítarefni væntanlegt
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima