Verkefni

Rím og ljóðstafir

  1. Hvaða hlutverki gegna ljóðstafir og rím og hvar kemur það helst fyrir? Hvað einkennir hefðbundinn kveðskap?
  2. Hvernig voru vísur settar upp í handritum? Var auðvelt að sjá skil á milli vísna eða varð að styðjast við bragreglur til að greina eina vísu frá annarri? Skoðið vísu úr Hávamálum.
  3. Skoðið ljóð undir frjálsu formi (atómskáldskap), eimir ekki sums staðar eftir af ljóðstafahefðinni þar? Skoðið líka dægurlagatexta og ljóðasöfn á borð við Ljóðsprota, Ljóðspor og Ljóðspegla.
  4. Hvaða tilgangi þjóna ljóðstafir í auglýsingum? Athugið auglýsingar í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Skoðið sérstaklega tímaritið Séð og heyrt sem notar ljóðstafi í miklum mæli og veltið fyrir ykkur ástæðum. Skoðið einnig málshætti, skrifið niður eða flettið upp í málsháttaorðabók og athugið hvort þar sé að finna ljóðstafi.

Til kennarans
Gott er að kynna fornan kveðskap, s.s. Hávamál eða Völuspá fyrir nemendum, og benda á notkun ljóðstafa. Nota má ljóðadæmi til að sýna samfellu í notkun ljóðstafa frá alda öðli.Við þennan samanburð er vert að hafa í huga sérstöðu ferskeytlunnar í íslenskum kveðskap og líftíma hennar allt fram til okkar daga.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima