Ritunarverkefni
- Raunir ritarans
Árið er 1350. Þú ert eftirsóttur atvinnuskrifari og ert fengin(n) til að skrifa Söguna miklu. Bókin er í arkarbroti og þar sem til stendur að gefa konungi hana í afmælisgjöf innan skamms þarf að ljúka við hana með hraði. Álagið er mikið og þér liggur ýmislegt á hjarta. Þú notar stórar spássíur bókarinnar til að hella úr skálum reiði þinnar gagnvart vinnuveitanda þínum, vinnuaðstæðum, verkjum hér og þar og hverju eina sem gæti plagað þig. Taktu umkvörtunarefnin saman í bréfi til vinar þíns.
- Atvinnuskrifarar og áhugaskrifarar
Fjallið um atvinnuskrifara og áhugaskrifara á miðöldum og heimfærið upp á nútímann. Hvaða atvinnugrein myndu þeir stunda? Hverjir væru atvinnuskrifarar í dag og hverjir áhugaskrifarar? Hvernig væri vinnuaðstæðum þeirra háttað? Hvað þyrfti fólk að kunna til að hafa aðgang að skrifarastarfinu?
Til kennarans
Gott er að benda nemendum á að lesa sér til á síðunum Skrifarar og Menntun á miðöldum
Ef ekki er smellt á krækjurnar hér fyrir ofan má feta sig þessa leið á fræðsluvefnum Handritin heima:
Forsíða > Handritið > Skrifarar eða Forsíða > Handritið > Skrifarar > Menntun
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima