Verkefni

Sagnastund
Nemendur velja stuttan kafla úr sögu og endursegja fyrir bekkinn. Reynið að endurskapa andrúmsloft baðstofunnar, t.d. má nota rökkurstundir yfir veturinn og þjálfa nemendur í upplestri eða frásögnum á sérstökum sagnastundum.


Skemmtanir nú og þá

  1. Fjallið um muninn á skemmtunum fólks fyrr og nú. Hvernig ætli hafi t.d. verið haldið upp á afmæli eða veislur farið fram fyrir 800 árum? Hvaða skemmtanir var hægt að bjóða upp á? Nefnið nokkur atriði.
  2. Útbúið boðskort í afmælisveislu árið 1204 annars vegar og 2004 hins vegar þar sem fram kemur hvar og hvenær hún hefst, matseðill og skemmtiatriði. Athugið að veislur til forna stóðu oft í marga daga.
  3. Hvað gerið þið í frístundum ykkar? Teljið upp þá afþreyingu sem hægt er að stunda í einrúmi. Var fólk meira saman í gamla daga eða var mikið um afþreyingu sem ekki var bundin öðru fólki? Er sögum miðlað á annan hátt nú? Hvernig þá ?
  4. Nemendur skoði flokka kvikmynda, bóka, tölvuleikja og dægurlagatextar. Skrifið hjá ykkur nokkra efnisflokka. Er hægt að flokka efni fornritanna á svipaðan hátt?

Til kennarans
Verkefnið má tengja við lestur Íslendinga sagna þar sem oft er sagt frá veisluhaldi, t.d. í Laxdælu og Gísla sögu. Við 4. lið má vísa til flokkunar fornsagna og skilgreininga á þeim í Fjölbreytt sagnalist og bera saman við niðurstöður nemenda úr fyrri hlutanum.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima