Sköpun heimsins

Sköpun heimsins: Guð situr í hásæti inni í myndstafnum A, á spássíunni til hliðar standa þrír englar. Púkar og
fallnir englar falla í gin óvættar sem táknar helvíti. Sköpunarsagan er rakin á neðri spássíu, fyrst koma sól, tungl
og stjörnur, síðan dýr, fiskar, fuglar og gróður jarðar. Að lokum sést syndafallið þar sem Adam og Eva eta af
skilningstrénu en höggormurinn hringar sig um það. AM 227 fol. 1v.