Melsteðs-Edda

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Miðgarðsormur og Valhöll á síðu úr einu handriti Snorra-Eddu, Löngu-Eddu AM 738 4to, frá 1680.


Í íslenskum handritum eru frásagnir af norrænu goðafræðinni einkum varðveittar í Snorra-Eddu sem sett var saman af Snorra Sturlusyni og dregur nafn sitt af því.

Snorra-Edda hefur varðveist í fjölmörgum handritum og handritsbrotum frá miðöldum og síðmiðöldum, bæði á skinnbókum og í pappírshandritum og vitnar sá fjöldi um vinsældir textans enda margar sögur hans fróðlegar og skemmtilegar. Forna skáldamálið sem byggðist á goðsögum úr heiðni lifði líka góðu lífi í rímnakveðskap fram á 19. öld og því var efni bókarinnar gagnlegt fyrir þá sem vildu þekkja myndmál sem byggðist á þeim fornu sögum.


Nokkur handrit Snorra-Eddu frá 17. og 18. öld eru mikið skreytt skemmtilegum myndum og teikningum af goðum og kynjaskepnum úr sögunum, Valhöll, Miðgarðsormi og Fenrisúlfi. Myndirnar sýna hugmyndir fólks sem uppi var á þessum tíma um forna guði og fyrirbæri sem sagt er frá í textanum.

 

 

 

 

 

 


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima