Umræðuefni

Fréttir og annálar


Til kennarans
Ræða má hvernig heimurinn hefur dregist saman í kjölfar netvæðingar í þeim skilningi að við fáum fréttir af atburðum í fjarlægum heimshornum nokkrum klukkustundum eftir að þeir gerast eða jafnvel samstundis í gegnum gervihnött.

Til að dýpka umræðuna og færa nær nemendum má líka nefna að fréttir geta bæði verið af persónulegum toga sem og almenns eðlis. Við sækjumst eftir fréttum af vinum og ættingjum annars vegar og atburðum líðandi stundar hins vegar. Taka má inn í umræðuna hvernig þessi aukna nálægð við atburði líðandi stundar eykur stundum á firringu eða ónæmi gagnvart aðstæðum annarra.

Upplýsingar á netinu

Til kennarans
Hér má ræða hversu auðvelt er að koma upplýsingum og fræðslu, viðhorfum, skoðunum, listsköpun, menningartengdu efni, afþreyingu og dægradvöl á framfæri á netinu. Fólk þarf varla út úr húsi lengur til þess að sinna athöfnum daglegs lífs eða hvað?


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima