| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Um miðlun sagna > Sögð og skrifuð saga > Verkefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
Bókaframleiðsla »
 
  Um miðlun sagna »
  Sögð og skrifuð saga »
      Umræðuefni »
      Verkefni »
 
Fjölbreytt sagnalist »
 
Kveðskapur»
    Lestur af bók »
  Afþreying fyrr og nú »
  Barnaefni »
  Sagnaefni og myndmiðlar »
   
Prentvæn útgáfa

Verkefni

Að endursegja sögu

  1. Hluti bekkjarins fer fram. Kennari les stutta sögu fyrir hina sem hver nemandi á fætur öðrum endurtekur fyrir þá sem inn koma einn af öðrum. Forvitnilegt er að skoða endursögn hvers og eins og bera saman, velja má ritara sem skrifar niður muninn eða taka frásagnir upp á hljóðskrár. Hvaða atriði halda sér og hvað breytist í meðförum sögumannsins?
  2. Skoðið sögu í munnlegri frásögn, handriti, prentaðri bók og í vefútgáfu. Látið nemendur bera saman mismunandi útgáfur sögunnar, t.d. efnisatriði og röð þeirra, frávik og það sem sameiginlegt er. Veltið fyrir ykkur hvernig sagan er í munnlegu frásögninni og hafið í huga þann sem segir frá.

    Dæmi væntanlegt


Til kennarans

Þetta verkefni má líka tengja umfjöllun um þjóðsögur eða aðrar frásagnir sem lifðu í munnlegri geymd um aldir og voru fyrst skráðar í bækur á 19. öld.

Munnleg varðveisla

1. Reynið að búa til skilgreiningu á orðinu, lítið svo í orðabók eða Hugtök og heiti í bókmenntum til að sjá hvort ykkar skilgreining er eitthvað í líkingu við það sem þar stendur.

2. Skoðið dæmi um gátu, stutta vísu eða þulu sem til er í mörgum gerðum, jafnvel frá mörgum löndum.

Dæmi væntanlegt