| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Um miðlun sagna > Sagnaefni og myndmiðlar > Umræðuefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
Bókaframleiðsla »
 
  Um miðlun sagna »
  Sögð og skrifuð saga »
  Fjölbreytt sagnalist »
  Kveðskapur »
 
Lestur af bók »    
 
Afþreying fyrr og nú »
Barnaefni »
 
Sagnaefni og myndmiðlar »
    Umræðuefni » 
 
    Verkefni » 
       Ritunarverkefni »
     Þemaverkefni »
 
    Tilvísunarefni á vef »
 
 
 
   
Prentvæn útgáfa

Umræðuefni

Frásagnir í mynd og texta

  • Hvernig bækur eru myndskreyttar nú og hvaða handrit voru skreytt á miðöldum? Af hverju voru þessar bækur myndskreyttar? Hefur tilgangurinn með myndskreytingum breyst?

  • Hvað er ólíkt við að lesa sögu annars vegar og horfa á hana hins vegar? Berið t.d. saman bækurnar um Harry Potter eða Hringadróttins sögu og svo myndirnar. Hvað er líkt og hvað er ólíkt? Flokkið niðurstöðurnar.

  • Hvernig bækur eru helst kvikmyndaðar? Vitið þið um einhver dæmi þess að fyrst hafi verið búin til kvikmynd og síðan skrifuð bók eftir henni?

  • Lítil merki sjást um að leiklist hafi verið stunduð á Íslandi til forna? Sumir telja að eddukvæðin séu skrifuð upp eins og fyrir leikrænan flutning, hvað haldið þið?


Til kennarans
Þriðja lið má tengja við samband fornsagna og rímna. Rímur voru mjög oft ortar út af sögum en dæmi finnast um sögur sem skráðar hafa verið eftir rímnaefni. Gæti þessi gagnvirkni átt við milli mynda og texta? Í fjórða lið má tengja við hópverkefni um Þrymskviðu sem stungið er upp á að sé leiklesinn.