Þemaverkefni

Kvöldskemmtanir fyrr og nú
Skiptið bekknum í nokkra hópa og látið hvern hóp velja sér einn skrifara sem festir á blað niðurstöður úr hverjum lið. Í lokin greinir hver hópur frá rökstuddum niðurstöðum og bekkurinn ræðir málin nánar. Kynning getur farið fram á glæru eða í Power point og verið flutt munnlega. Þeir sem treysta sér til gera það án stuðnings við ritað mál.


Aflið upplýsinga um eina af þremur tegundum kvöldskemmtana til forna:

1. Sagnamiðlun

2. Kveðskapur

3. Bóklestur

Hafið eftirfarandi í huga við lausn verkefnisins

Til kennarans
Nálgunin felst í að hvetja nemendur til umræðna, láta þá afla sér heimilda, vinna úr þeim og kynna niðurstöður sínar.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima