| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Bókaframleiðsla > Munur milli handrita > Hópverkefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
  Bókaframleiðsla »
  Handskrifaðar bækur »
  Munur milli handrita »    
      Umræðuefni »
      Verkefni »
 
 
      Hópverkefni »
Bókamarkaður, markaðslögmál »
Gildi handritanna »
  Um miðlun sagna »
   
   
   
   
Prentvæn útgáfa

Hópverkefni

Sagnanetið - Grettissaga
Nemendur fari á Sagnanetið og finni fjölda handrita tiltekinna fornsagna og frá hvaða tíma þau eru. Í síðari hluta fyrirmælanna hér á eftir er miðað við Grettis sögu.

A. Skoðið lista yfir handrit sögunnar á Sagnanetinu (Nota má leiðina: http://www.sagnanet.is/ > samræmdir titlar > stafróf > velja fyrsta staf í titli sögunnar > finna söguna í flettiborða >yfirlit yfir varðveitt handrit í Stofnun Árna Magnússonar, Landsbókasafni og þýðingar.)

Í tölvunni kemur fram safnmark, titill/upphaf og lengd (gefur vísbendingu um hvort handrit er varðveitt í broti eða er heilt). Skoðið t.d. þýðingu af sögunni, s.s. þýska þýðingu (PT7269.G7 G5) neðarlega í yfirlitinu sem var prentuð undir lok 19. aldar. Smellið á titil sögunnar ekki safnmark. Þá fáið þið upp fyrstu síðu bókarinnar og getið svo flett henni með því að smella á tölurnar neðst í hægra horninu. Plústölur merkja áfram en mínustölur aftur á bak. Takið eftir leturgerðinni á bókinni.

B. Svarið eftirfarandi spurningum:

  1. Hvað er sagan varðveitt í mörgum handritum?

  2. Titlar sögunnar eru mismunandi eftir handritum. Finnið alla titla sögunnar og skráðið niður. Af hverju ætli titlar sögunnar séu mismunandi?

  3. Frá hvaða tíma er elsta handrit sögunnar?

  4. Er spássíukrot í handritinu?

  5. Texta Grettis sögu má finna á Netútgáfunni.

Til kennarans
Nota má Sagnanetið til að vinna fleiri handritaverkefni af þessum toga tengdum öðrum Íslendinga sögum. Til að komast í leitarkerfið er best að smella á krækjuna samræmdir titlar efst á síðunni og velja aðra sögu .