Umræðuefni

Miðlar samtímans


Samband við umheiminn

Hugsum okkur að útvarps- og sjónvarpsstöðvar sem og fjarskiptakerfi, s.s. tölvur og símar, blöð og prentmiðlar myndu eyðileggjast í einu vetfangi.

Úrvinnsla
Útbúa má veggspjald með myndum af tækjum eða hlutum til miðlunar. Myndirnar geta verið teiknaðar, klippimyndir, ljósmyndir eða tölvuunnar myndir. Kennari úthlutar mismunandi verkefnum til hópa: prentmiðlar, ljósvakamiðlar og margmiðlar.


Nýjungagjarnir Íslendingar

Oft er rætt um nýjungagirni Íslendinga og sókn þeirra í tækninýjungar. Velta má fyrir sér hvort þetta sé einkenni fornmanna sem og nútímamanna með spurningum á borð við:

Úrvinnsla
Setja má upp tvo dálka eða veggspjöld og bera saman eða flokka einkenni og umræðuefni. Niðurstöður má kynna, t.d. í rituðu máli, bundnu eða óbundnu, með glærukynningu í Power Point eða með upplestri.

Til kennarans
Svörin ættu að varpa nokkru ljósi á hverjir réðu yfir verkþekkingu, kunnáttu, menntun og fjármunum til að láta búa til bækur á miðöldum. Jafnframt getur kennari dregið fram sérstöðu íslenskrar miðaldamenningar og hversu mikið var skrifað á þjóðtungunni umfram það sem gerðist annars staðar. Tilgangurinn er sá að vekja spurn í hugum nemenda um hvers vegna aðstæður voru aðrar hér, sem og hvernig stóð á því að afurðir íslenskra skrifara voru jafn fjölbreytilegar og raun ber vitni.


Ný tækni nær fótfestu


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima