Umræðuefni

Menntun og samfélag miðalda

Til kennarans
Hér má benda nemendum á umfjöllun um Menntun á miðöldum, hvernig henni var háttað og hvernig samfélagsgerðin, þ.e. tengslin milli kirkju og höfðingjastéttar, voru á öðrum nótum hér en víðast í Evrópu.

Helsta sérstaða íslenskrar miðaldamenningar er hin óvenjumikla og fjölbreytta sagnaritun sem þá var stunduð. Oft er leitað skýringa á því í samfélagsgerð þjóðveldisins sem nemendur eiga að kannast við og var frábrugðin því sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu.

Helstu tegundir og einkenni fornsagna
Eins og áður segir var stunduð fjölbreytt sagnaritun á miðöldum. Margskonar textar hafa varðveist í handritum þó Íslendinga sögur séu einna þekktasta bókmenntagreinin. Vert er að kynna hina blómlegu bóklist miðalda betur fyrir nemendum með stuttum textadæmum og útskýringum á hverri grein fyrir sig.

Til kennarans
Margar tegundir sagna má finna í Netútgáfunni á http://www.snerpa.is/net/
Þessi hluti er í vinnslu en til stendur að setja inn textadæmi og skilgreiningar á hverri bókmenntagrein á næstunni.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima