| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Bókaframleiðsla > Textar og markhópar > Verkefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
  Bókaframleiðsla »
  Handskrifaðar bækur »
  Munur milli handrita »    
  Textar og markhópar»
      Umræðuefni »
 
 
      Hópverkefni »
    Verkefni »
Gildi handritanna »
  Um miðlun sagna »
   
   
   
   
Prentvæn útgáfa

Verkefni

Tegundir texta og markhópar

A. Margar tegundir texta voru skrifaðar á skinn til forna. Hvaða markmið lágu að baki ritun konunga sagna, Íslendinga sagna, riddara sagna, kvæða, lögbóka og trúarrita?

  1. Fyrir hverja var skrifað? Hver var markhópurinn?

  2. Hverjir þessara texta voru síður gjaldgengir á skemmtunum og hvers vegna?

  3. Hvaða sambærilegir textar eru prentaðir nú til dags?

  4. Hafa breyttar aðstæður kallað á nýjar gerðir eða tegundir bóka? Hafið barnabækur t.d. í huga í þessu samhengi.

  5. Hafa fleiri um það að segja nú en til forna hvers konar bækur eru gefnar út?

 

B. Auglýsingar og markaðssetning ráða sífellt meiru um hvernig vörur, þar á meðal bækur, seljast.

  1. Búið til auglýsingar til að markaðssetja Íslendinga söguna sem þið lesið, bæði sem bók og kvikmynd. Gerið ykkur grein fyrir því til hverra auglýsingin á að höfða (markhópur).

  2. Gerið a.m.k. tvenns konar auglýsingar sem höfða til tveggja ólíkra markhópa. Skrifið einnig kynningartexta fyrir bókarkápu, myndbands- eða DVD-hulstur.

Til kennarans
Verkefnið þjálfar knappa endursögn helstu efnisatriða sögunnar sem unnið er með. Auk þess ætti vinnan að gera nemendur meðvitaðri um áherslur og markhópa í auglýsingamennsku þannig að þeir átti sig á hvaða lögmál búa að baki markaðssetningu hverju sinni.

Kostnaður við bókagerð

  1. Hvaða kostnaði þurfti að reikna með þegar bækur voru búnar til á miðöldum? Var kostnaður mismunandi eftir handritum? Skipti stærð bókanna þá einhverju máli?

  2. Höfðu allir ráð á að láta búa til bækur? Hvað myndi Flateyjarbók kosta nú til dags? Í hana fóru 102 kálfar og tveir menn unnu við skriftir og myndskreytingar um tveggja ára skeið. Gefum okkur að kálfsverð sé u.þ.b. 75.000 kr. og vinnulaun 200. 000 kr. á mánuði fyrir hvorn skrifara. Hvað gætu blek, pennar og litir kostað? Útbúið kostnaðaráætlun.