Barnaefni

Markmið
Að nemendur átti sig á að börnum hafi ekki alltaf verið ætlað sérstakt afþreyingarefni heldur oftar verið þátttakendur í afþreyingu fullorðinna.

Til kennarans
Rétt er að benda á að barnabækur eru tiltölulega ung bókmenntagrein en um aldir hlýddu börn oft á sömu frásagnir og hinir fullorðnu. Á sama hátt voru ekki alltaf notaðar sérstakar námsbækur til að kenna lestur og skrift eins og sjá má á spássíukroti og skriftaræfingum á síðum handritanna. Sjálfsagt hafa þó viðgengist einhvers konar barnagælur eða frásagnir ætlaðar börnum.

Ef ekki er smellt á krækjuna hér fyrir ofan má feta sig þessa leið á fræðsluvefnum Handritin heima: Forsíða >Handritið > Varðveisla og gildi.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima