Umræðuefni

Afþreying fyrr og nú

Til eru fornar frásagnir af skemmtunum fólks við brúðkaup á Reykjahólum á 12. öld. Hvernig ætli fólk hafi haldið upp á þannig stórviðburði eða veislur farið fram fyrir 800 árum?

Til kennarans
Hér má draga fram að við dönsum, hlustum á tónlist og syngjum, förum í leiki, s.s. spil, þrautir og tölvuleiki, horfum á sjónvarp og myndbönd, í stað þess að segja sögur. Fyrr á öldum var skemmtunin meira bundin við annað fólk en nú má stunda ýmis konar afþreyingu í einrúmi. Í veislum eins og á Reykjahólum á 12. öld hefur líklega verið unað við spjall, sögur, gátur, leiki, söngva, dans, spil og kveðskap svo eitthvað sé nefnt.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima