Útbreiðsla

Íslenska telst til vestnorrænna mála ásamt færeysku og norsku en sameiginlegt upphaf má rekja til í frumnorrænu, tungumáls sem virðist hafa
verið nær hið sama í Danmörku, Svíþjóð og Noregi fram á 9. öld. Þá gengu yfir töluverðar hljóðbreytingar sem greindu að austnorrænu málin,
sænsku og dönsku, og vestnorrænu málin, þ.e. norsku og síðar mál hinna norrænu byggða á Bretlandseyjum, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi
sem töldust öll tilheyra vestnorrænu málsvæði.